Þriðja undanúrslitahluta lokið - 11 í úrslitum í kvöld
Fimmta hluta Smáþjóðaleikanna í sundi var að ljúka hér í Laugardalslaug og náðu allir þeir Íslendingar sem syntu í morgun inn í úrslit.
Blossi, lukkudýr leikanna, kíkti á okkur og vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem voru meðal annars fjöldi grunnskólabarna sem skemmtu sér konunglega.
Við gáfum einnig tvær viðurkenningar. Annars vegar til boðsundssveit Mónakó í 4x200m skriðsundi karla sem hafnaði í þriðja sæti í boðsundinu í gær. Þar sem reglur leikanna kveða á um að ef einungis þrjár sveitir eru skráðar í boðsund verði bara veitt verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti. Hinsvegar veittum við Raymond Sassenrath, fararstjóra Lúxembourg á leikunum, viðurkenningarskjal og minjagrip en hann hefur verið fararstjóri á öllum Smáþjóðaleikum frá upphafi, 16 talsins.
50m skriðsund kvenna
Bryndís Rún Hansen 0:26,39mín. er önnur inn í úrslit.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 0:26,71mín. er 3. inn í úrslit.
200m skriðsund kvenna
Inga Elín Cryer 2:06,66mín. og er fyrst inn í úrslit
200m skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson 1:58,40mín. og er 6. inn í úrslit.
Daníel Hannes Pálsson 1:59,22mín. og er 7. inn í úrslit.
Bein úrslit fara svo fram í þessum greinum:
50m skriðsund karla
Alexander Jóhannesson og Ágúst Júlíusson
100m bringusund kvenna
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir
100m bringusund karla
Anton Sveinn McKee og Viktor Máni Vilbergsson
4x100m fjórsund karla
Sveit Íslands
Við viljum sjá margmenni í stúkunum í kvöld og lofum heljarinnar stemningu.
Fyrir þá sem komast ekki verður hægt að horfa á streymi frá Hringbraut með því að smella hér.
Samantekt eftir hvern dag kemur inn morguninn eftir og má nálgast hér
Úrslit verða synt kl. 17:30 - 18:45.