Sundinu lokið á Smáþjóðaleikunum 2015 - Íslandsmet hjá Hrafnhildi
Sundinu er nú lokið á Smáþjóðaleikunum hér í Reykjavík 2015.
Enn á ný stal Hrafnhildur Lúthersdóttir sviðsljósinu en hún setti Íslands- og mótsmet í 400m fjórsundi í kvöld. Hún sigraðiþá greinina á tímanum 4:46,70min. en gamla metið var 4:53,24 og var í eigu Jóhönnu Gerðu Gústafsdóttur, sem varð önnur á tímanum 4:53,56min. Mótsmetið var einnig í eigu Jóhönnu en það var 4:54,57min. Sveit Íslands í 4x100m skriðsundi kvenna bætti einnig landsmetið þegar þær syntu á 3:47,27 sem er bæting um 12/100 úr sekúndu á gamla metinu og var það einnig nýtt mótsmet. Gamla mótsmetið var 3:49,75min.
Samantekt af úrslitum dagsins:
400m fjórsund kvenna
1. sæti - Hrafnhildur Lúthersdóttir - 4:46,70min
2. sæti - Jóhanna Gerða Gústafsdóttir - 4:53,56min
400m fjórsund karla
3. sæti - Anton Sveinn McKee - 4:32,99min
7. sæti - Kristinn Þórarinsson - 4:44,95min
Raphael Stacchiotti frá Lúxembourg sigraði greinina á tímanum 4:24,02min sem er nýtt mótsmet. Gamla átti Anton Sveinn McKee - 4:27,29min.
800m skriðsund kvenna
3. sæti - Inga Elín Cryer - 9:03,66min
4. sæti - Sunneva Dögg Friðriksdóttir - 9:13,75min
Julia Hassler frá Liecthenstein sigraði greinina á nýju mótsmeti 8:42,06min - Gamla metið átti hún sjálf 8:45,09min.
1500m skriðsund karla
4. sæti - Þröstur Bjarnason - 16:32,35min.
4x100m skriðsund kvenna
1. sæti - Sveit Íslands - 3:47,27min
Bryndís Rún Hansen - 0:55,98min (önnur íslenska konan undir 56 sekúndur - hin var Íslandsmethafinn Ragnheiður Ragnarsdóttir)
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir
4x100m skriðsund karla
4. sæti - Sveit Íslands - 3:30,74min.
Alexander Jóhannesson
Ágúst Júlíusson
Kristinn Þórarinsson
Anton Sveinn McKee
Mótsmet hjá sigurvegurunum, Sveit Lúxemborgar. Þeir syntu á 3:24,18min. en gamla metið var 3:24,75min.
Afrakstur dagsins hvað verðlaun varðar eru því 2 gull, 1 silfur og 2 brons. Í heildina hefur landsliðið í sundi því skilað 10 gullum, 13 silfrum og 11 bronsum - samtals 34 verðlaunum. Fyrir þennan hluta voru Íslendingar komnir með 79 verðlaun í heildina á leikunum og með afrakstri dagsins í lauginni hefur sundliðið því náð í um 40% verðlauna Íslands hingað til.
Við minnum á samantekt frá síðasta deginum sem birtist á www.hringbraut.is í fyrramálið.