AMÍ 2015 á Akureyri hafið
25.06.2015
Aldursflokkameistaramótið í sundi hófst í morgun í sól og blíðu hér í Sundlaug Akureyrar þegar fyrsti riðill í 1500m skriðsundi karla stakk sér til sunds.
Mótið er stórt í sniðum í ár en keppt er til verðlauna og stiga í öllum árgöngum alveg frá 10 ára og yngri upp til 18 ára og eldri. 20 lið eru skráð til keppni í ár og innihalda þau 316 sundmenn, 202 stelpur og 114 stráka.
Úrslit, mótaskrár, tímaáætlun og annað gagnlegt má finna á AMÍ síðunni okkar en hana má einnig finna efst á forsíðunni hjá okkur.
Bein úrslit og stigastaða í gegnum Swimrankings