Annar keppnisdagur í Tbilisi
28.07.2015Þá hefur íslenska sundfólkið lokið 3. keppnisdeginum. Stefanía synti 800 m. skriðsund og var töluvert frá sínum best árangri. Undirbúningur hefur gengið vel hjá henni og upphituninn lofaði góðu. Hún synti sundið mjög jafnt en það var töluvert hægar en hún ætlaði sér. Allt þetta fer í reynslubankann hjá þessu unga og efnilega sundfólki okkar. Ólafur synti 400 m. skriðsund í dag og var 2 sek. frá sínum besta árangri. Þetta sund var betra en fyrra sundið hans og hann hlakkar til að takast á við 1500 m. á föstudaginn. Ólafur hvílir á morgun en Stefanía tekst á við 400 m. skriðsund.
Við sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu
Til bakaVið sendum sólríkar og sjóðandi kveðjur héðan frá Georgiu