Anton með lágmark til Ríó 2016 og íslandmet í morgun
02.08.2015Anton Sveinn Mckee setti íslandsmet á HM50 í Kazan á tímanum 1.00.53, gamla metið átti Jakob Jóhann Sveinsson 1.01.32. Með sundinu náði Anton A-lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó 2016!
Þar með hafa þrír sundmenn náð A-lágmarki á Ólympíuleikana.
Jóhanna Gerða synti einnig í morgun 100m flugsund á tímanum 1.02.43 og endaði í 43 sæti. Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 200m fjórsund á tímanum 2.14.12, og endaði í 20 sæti.
Keppni heldur áfram á morgun.
Til baka