Eygló Ósk sjöunda inn í úrslit á morgun- nýtt Íslands- og Norðurlandamet
07.08.2015Eygló Ósk synti rétt í þessu 200m baksund í undanúrslitum á HM50 í Kazan á tímanum 2.09.04, sem er nýtt Íslands og Norðurlandamet, bæting síðan í morgun! Þá synti hún á 2.09.16. Eygló er sjöunda inn í úrslit sem verða seinnipartinn á morgun. Frábær árangur hjá Eygló sem er önnur íslenska sundkonan sem kemst í úrslit á Heimsmeistraramóti. Spennan heldur áfram!
Til baka