Nýtt íslandsmet hjá Bryndísi Rún í 50m flugsundi.
07.08.2015Bryndís Rún synti nú í morgun á HM50 í Kazan 50m flugsund á tímanum 26.79 á nýju íslandsmeti. Gamla metið átti hún sjálf 26.92 sem hún setti á Íslandsmeistaramótinu í apríl. Bryndís varð númer 21 af 64 keppendum, það munaði ekki miklu að hún kæmist í undanúrslit en 16 sætið synti á tímanum 26.49, flottur árangur hjá Bryndísi. Bryndís syndir aftur á morgun 50m skriðsund.
Til baka