Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigrún fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið

11.08.2015

Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð á laugardaginn fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermarsundið ein síns liðs. Upphaflega var haldið að hún hefði synt á 23 og hálfri klukkustund en í gær kom í ljós að sundtíminn var klukkutíma styttri, 22 og hálf klukkustund og helgaðist það af því að skipstjórinn gleymdi að breyta klukkunni þegar komið var í land í Frakklandi. 

Stysta vegalengd yfir Ermarsundið er 34 km en talið er að Sigrún hafi synt allt að tvöfalda þá vegalengd vegna strauma sem hún barðist við á sundinu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sigrún syndir Ermarsundið en hún fór ásamt boðsundsveitinni Sækúnum árið 2013 og aftur í fyrra með þeim Corinna Hoffmann, Helgu Sigurðardóttur og Sædísi Rán Sveinsdóttur.

Við óskum Sigrúnu til hamingju með árangurinn.

Til baka