Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddeild Skallagríms auglýsir eftir sundþjálfurum!

11.08.2015Um er að ræða þjálfun bæði yngri og eldri hópa.
 Við leitum að: ...
* Einstaklingi eldri en 20 ára sem gæti t.d. tekið að sér yfirumsjón með starfi allra hópa auk þjálfunar elsta hópsins. Reynsla af þjálfun og/eða menntun á sviði íþróttafræða nauðsynleg.

* Einstaklingi eldri en 18 ára til að þjálfa yngri hópa, getur verið á hendi eins eða fleiri einstaklinga. Reynsla af þjálfun æskileg eða menntun á sviði íþróttafræða.
 
* Aðstoðarþjálfara fyrir yngri og eldri hópa.
 
Tækifæri til að vinna í góðu teymi þjálfara. Metnaður er fyrir því að halda áfram að byggja upp góða sunddeild hjá Skallagrími, halda vel utan um þann góða hóp iðkenda sem er til staðar auk þess að fjölga þeim enn frekar. 
Við viljum bjóða upp á metnaðarfullt og skemmtilegt starf fyrir krakkana og leitum því eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í því með okkur.
Áhugasamir sendið póst á sund@skallagrimur.is eða hafið samband við Helgu í síma 8611661 
 
Til baka