Viðeyjarsund fór fram í dag
22.08.2015
Til bakaViðeyjarsund fór fram í dag en það er haldið af SJÓR, Sjósund- og sjóbaðfélagi Reykjavíkur. Fjölmargir tóku þátt og stór hlut þeirra sem syntu fóru fram og til baka.
Vegalengdin út í Viðey eru uþb 900 metrar, en ef tekið er tillit til strauma má gera ráð fyrir að sundleiðin sé heldur lengri.
Viðburðurinn heppnaðist hið besta og það voru ánægðir sundmenn sem tóku þátt. Við leyfðum okkur að taka samsetta mynd af facebooksíðu Hörpu Hrundar Berndsen til að sýna andann og stemminguna í dag.