Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló Ósk og Hrafnhildur í Evrópuúrvali

06.11.2015

Þær Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir og Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir hafa verið vald­ar í úr­valslið Evr­ópu í sundi sem keppir gegn úr­valsliði Banda­ríkj­anna 11. og 12. des­em­ber næstkomandi.  Keppnin fer fram í Indianapolis.

Þessi keppni milli Evrópu og Bandaríkjanna hófst árið 2009 og er keppt annað hvert ár.

Íslenskt sundfólk hefur ekki áður verið valið í Evrópuúrvalið og eru þær Eygló Ósk og Hrafn­hild­ur því fyrst­ar Íslendinga að fá sæti í Evr­ópu­úr­val­inu, en þær eiga þetta svo sannarlega skilið eftir frábæra frammistöðu á Heimsmeistaramótinu sem fram fór í Kazan síðast liðið sumar.  Þar komust þær báða í úrslit í sínum greinum og vöktu mikla athygli.

Sjá einnig frétt mbl.is.

Til baka