Samúðarkveðjur frá SSÍ
14.11.2015Sundsamband Íslands sendi í dag franska sundsambandinu og frönsku þjóðinni samúðarkveðjur vegna árásanna í París í gærkvöldi. Þá var mínútuþögn í upphafi þriðja mótshluta ÍM25 í morgun, en mótið fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði nú um helgina.
Til baka