Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö drengjamet hjá Brynjólfi í gær

15.11.2015

Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki setti tvö drengjamet í 50m baksundi í gær, fyrst í undanrásum þegar hann synti á 27,38sek og bætti þar eigið met sem hann setti á Extramóti SH fyrir 3 vikum um 22 hundraðshluta úr sekúndu. Í úrslitum bætti hann sig svo enn frekar og synti á 27,21sek og er það nú gildandi drengjamet í greininni.

Brynjólfur hefur farið mikinn í metasöfnun síðustu árin en hann á núna 15 sveinamet af 18 í einstaklingsgreinum og 1 drengjamet og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. 

Myndir með frétt

Til baka