Bikarkeppni SSÍ í gangi
Bikarkeppni SSÍ fer fram í gær og í dag. Keppnin er liðakeppni félaga og hefur í gegnum árin verið mjög spennandi.
Keppt er í 1. og 2. deild í kvenna- og karlaflokkum. Í fyrstu deild eiga keppnisrétt þau 6 félög sem voru stigahæst í bikarkeppninni árið á undan og keppni í annarri deild ræðst af fjölda liða sem tilkynna sig til keppni. Hver keppandi getur keppt í þremur greinum auk boðsundsgreina.
Í ár fer keppnin fram í Sundíþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eins og áður segir fer fram liðakeppni og félög mega sameina krafta sína í slíkri keppni. Í ár keppa saman UMFB og Vestri í einu liði, Breiðablik og Afturelding undir merki UMSK og Sunddeildir Ármanns, Fjölnis og KR undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Þá getur SSÍ boðið félögum að senda inn svokallaðar b sveitir og í ár þáðu það boð Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Sundfélag Hafnarfjarðar. B sveitir geta ekki unnið sig upp um deild.
Í ár boðuðu einungis 5 lið komu sína í deildina þannig að í karla- og kvennaflokkum keppa lið Sundfélag Akraness, Sundfélag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og UMSK, sem samsett er úr Breiðabliki og Aftureldingu.
Í 2. deild keppa lið Sundfélagsins Ægis, UMFB/Vestri, ÍBR b, SH b, og ÍRB b í kvennaflokki og í karlaflokki keppa lið Sundfélagsins Ægis, ÍBR b og SH b.
Nú þegar tveimur hlutum er lokið í báðum deildum er stigastaða félaga þannig:
Fyrsta deild í karlaflokki.
- sæti Sundfélag Hafnarfjarðar 9987 stig
- sæti Íþróttabandalag Reykjavíkur 8821 stig
- sæti UMSK 8681 stig
- sæti Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 7881 stig
- sæti Sundfélag Akraness 5611 stig
Fyrsta deild í kvennaflokki.
- sæti Sundfélag Hafnarfjarðar 9918 stig
- sæti Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 9601 stig
- sæti Íþróttabandalag Reykjavíkur 8038 stig
- sæti UMSK 7813 stig
- sæti Sundfélag Akraness 6966 stig
Önnur deild í karlaflokki
- sæti Íþróttabandalag Reykjavíkur b 4823 stig
- sæti Sundfélag Hafnarfjarðar b 4246 stig
- sæti Sundfélagið Ægir 3645 stig
Önnur deild í kvennaflokki
- sæti Íþróttabandalag Reykjanesbæjar b 6967 stig
- sæti Sundfélag Hafnarfjarðar b 6256 stig
- sæti Íþróttabandalag Reykjavíkur b 6018 stig
- sæti UMFB/Vestri 1948 stig
- sæti Sundfélagið Ægir 1191 stig