Beint á efnisyfirlit síðunnar

SH tvöfaldir bikarmeistarar

22.11.2015

Sundfélag Hafnarfjarðar varð í gær tvöfaldur bikarmeistari í sundi þegar bæði karla- og kvennalið þeirra sigruðu í Bikarkeppni SSÍ. 

Synt var í tveimur deildum og þremur mótshlutum fyrir hvora deild. Hvert lið má senda 2 sundmenn í hverja grein og má hver sundmaður keppa í 3 einstaklingsgreinum. Þá má hvert lið senda eina boðsundssveit í hvert boðsund. Notast er við stigatöflu FINA.

Í karlaflokki varð Íþróttabandalag Reykjavíkur í öðru sæti en í kvennaflokki Íþróttabandalag Reykjanesbæjar.

Þá sigraði B-lið Íþróttabandalags Reykjavíkur 2. deildina karlamegin og B-lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar kvennamegin.

Heildarstigastaða:

1. deild karla:
SH - 15353 stig
ÍBR - 13537 stig
UMSK - 13180 stig
ÍRB - 12195 stig
Sundfélag Akraness - 8975 stig

1. deild kvenna:
SH - 15121 stig
ÍRB - 14742 stig
ÍBR - 12191 stig
UMSK - 12190 stig
Sundfélag Akraness  - 10070 stig

2. deild karla:
ÍBR B - 7346 stig
SH B - 6544 stig
*Ægir - 5474 stig

2. deild kvenna:
ÍRB B - 10913 stig
SH B - 9598 stig
ÍBR B - 9139 stig
*UMFB/Vestri - 3376 stig
Ægir - 1191 stig

*lið færist upp um deild.

Samkvæmt reglum skulu 6 stigahæstu A-lið synda í 1. deild árið eftir og færast því karlalið Ægis og kvennalið UMFB/Vestra upp í 1. deild á næsta ári.

Eitt drengjamet var sett á mótinu en það gerði Brynjólfur Óli Karlsson, UMSK þegar hann bætti 5 ára gamalt með Baldvins Sigmarssonar í 200m flugsundi en Brynjólfur synti á 2:11,58min. 

 

Til baka