EM25 byrjar á morgun miðvikudag!
Evrópumeistarmót í 25m. laug (EM-25), hefst á morgun miðvikudag 2. desember Netanya í Ísrael.
Þrír Íslenskir keppendur taka þátt:
Aron Örn Stefánsson í 50m. og 100m. skriðsundi.
Eygló Ósk Gústafsdóttir í 50m., 100m. og 200m. baksundi, og 100 m fjórsundi.
Inga Elín Cryer í 200m., 400m. og 800m. skriðsundi og 200m. flugsundi.
Þjálfari liðsins er Jacky Pellerin.
Keppendalisti:
http://netanya2015.microplustiming.com/export/NU_Netanya/NU/pdf/Entries.pdf?x=16:14:21
Eygló Ósk hefur keppni á morgun í 100m. baksundi. Verður spennandi að sjá hve hratt Eygló Ósk syndir.
Við erum full tilhlökkunar og bíðum spennt eftir að mótið hefjist.
Undanrásir hefjast kl. 07:30 að íslenskum tíma og standa í um 2 klst.
Úrslit hefjast kl. 15:30 að íslenskum tíma og standa í um 2 klst.
Sími íslenska liðsins 8982410- Jacky. Vinsamlegast hafið samband við hann áður en þið talið við sundfólkið:)
Tímamunur: 2 klst á undan Íslandi.
Heimasíða mótsins:
Dagskrá mótsins:
http://isr2015ec.org/Files/Schedule.pdf
Úrslit: