EM farar komnir heim
07.12.2015Þá eru EM fararnir komnir heim heilu og höldnu. Eygló Ósk fer á morgun til USA ásamt Jacky landsliðsþjálfara til að keppa með Evrópuúrvalinu í sundi á móti úrvali USA. Þar hittir Eygló Ósk fyrir Hrafnhildi Lúthersdóttur sem einnig var valin í Evrópuúrvalið. Til stóð að halda Evrópuförunum smámóttöku, en af því varð ekki vegna veðurs. Þess í stað stefnum við að því að hafa góða móttöku á Þorláksmessu þar sem við gerum upp árið 2015, útnefnum sundfólk ársins og farið yfir áætlanir næsta árs. Þá kynnum við Ólympíuhóp SSÍ. smile broskall