Beint á efnisyfirlit síðunnar

Duel in the Pool - Eygló og Hrafnhildur keppa

09.12.2015

Dagana 11. og 12. desember fer fram svokallað Duel in the Pool mót í Indianapolis þar sem úrvalslið Bandaríkjanna keppir gegn úrvalsliði Evrópu. 4 sundmenn keppa í hverri grein fyrir hvort lið og standa liðin í heildina með 15 sundmönnum hvert. Hver sundmaður má svo synda 6 greinar í heildina. Mótið er stigakeppni þar sem gefin eru 5 stig fyrir 1. sæti, 3 stig fyrir 2. sæti og 1 stig fyrir 3. sæti. Í boðsundum þar sem hvort lið má senda inn eina sveit eru gefin 7 stig fyrir sigur en ekkert fyrir 2. sæti. 

Hvort lið hefur fastar brautir í lauginni og verður kastað uppá það á tæknifundi, hvort liðið fær brautir 1-3-5-7 eða 2-4-6-8.

Þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH synda báðar fyrir hönd Evrópu en báðar hafa verið í feiknaformi á árinu.

Við munum fylgjast með og koma með nánari fréttir þegar nær dregur.

Hér má nálgast heildarlista liðanna og ýmsar tölfræðiupplýsingar varðandi mótið

Til baka