Kristinn þriðji í 200m fjórsundi
11.12.2015Kristinn Þórarinsson, sundmaður úr Fjölni, varð í þriðja sæti í 200m fjórsundi á Norðurlandameistaramótsins sem haldið er í Alexander Dale Oen Arena í Bergen.
Kristinn synti á tímanum 2:02,02 sekúndum í úrslitasundinu, en hann synti á tímanum á 2:01,45 sekúndum í undanúrslitum í morgun. Besti tími Kristins fyrir mótið var 2:01,74 sekúndur.
Þess má geta að Ólympíulágmarkið í þessari grein er 2:00,28 sekúndur.
Til baka