Eygló Ósk Íþróttamaður ársins
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi var í kvöld valin Íþróttamaður ársins 2015. Önnur sundkona, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH varð í þriðja sæti í valinu. Þetta er söguleg niðurstaða úr kjöri íþróttafréttamanna, en aldrei áður hafa tvær konur vermt tvö af þremur efstu sætunum í kjörinu hvað þá konur úr sömu íþróttagrein.
Endanleg röð 10 efstu í kjörinu er sem hér segir:
- Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig
- Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 350
- Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229
- Guðjón Valur Sigurðsson (handknattleikur) 202
- Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139
- Jón Arnór Stefánsson (körfuknattleikur) 137
- Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 128
- Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 63
- Aníta Hinriksdóttir (frjálsíþróttir) 44
- Helgi Sveinsson (frjálsíþróttir fatlaðra) 29
Anton Sveinn Mckee sundmaður úr Ægi lenti í 19.-20. sæti í kjörinu.
Í kvöld voru einnig tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ þau Sigríður Sigurðardóttir og Ríkharður Jónsson, en hér er tengill á frétt visir.is um það.
Hér eru svo nokkrir tenglar á fréttir annarra fjölmiðla
Á mbl.is er þessi grein um kjör Eyglóar Óskar og svo þessi grein um árangur Hrafnhildar og einnig er hér grein með myndum frá kvöldinu.
Á visir.is birtist þessi grein um kjörið og einnig þessi grein um viðbrögð Eyglóar við kjörinu.
Á ruv.is er hér frétt um kjörið og hér er viðtal við Eygló Ósk.
Á vef ÍSÍ birtist þessi frétt um kjörið og svo er hér tengill á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna
Forsíðumyndin með þessari frétt er fengin af vef mbl.is en aðrar myndir eru ma af visir.is og vef ÍSÍ