Íþróttamaður ársins 2015 í Hörpu
30.12.2015Í kvöld halda ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna hóf í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2015 verður útnefndur. Tvær sundkonur eru á topp tíu lista Samtaka íþróttafréttamanna í ár, en það eru þær Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH.
Á hófinu í kvöld verða íþróttamenn sérsambanda innan ÍSÍ einnig heiðruð en sundfólk ársins eru þau Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Á hófinu í kvöld verða íþróttamenn sérsambanda innan ÍSÍ einnig heiðruð en sundfólk ársins eru þau Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir.