Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í dag.

08.03.2016

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í þriðja sinn í dag.

Sundsamband Íslands hélt keppnina í Laugardalslaug í góðu samstarfi við dómara, þjálfara, tæknifólk og síðast en ekki síst með starfsfólki laugarinnar en án þeirra gætum við ekki haldið þessa skemmtilegu keppni.

Rúnar Freyr stóð sig frábærlega sem þulur mótsins.

Alls voru 34 skólar skráðir til leiks með 64 lið í heildina. Keppt var í flokki 5.-7. Bekkjar annarsvegar og 8.-10. Bekkjar hinsvegar í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Keppnin fór þannig fram að 8 hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og þar fóru 4 hröðustu liðin áfram í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin uppá að komast í lokaúrslitariðil sem innihélt 2 lið og kepptust beint um verðlaunasætin þrjú. Allt í allt gátu þeir hröðustu því synt fjórar umferðir.

Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 550 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Áhorfendur sem settu mikinn svip á mótið voru hátt í 200, það er óhætt að segja það að sjaldan eða aldrei hefur verið kominn saman svona mikill fjöldi í Laugardalslaug!
Úrslitin urðu sem hér segir: 

5.-7. Bekkur:

1. Akurskóli - tími 2:08,85 mín
2. Brekkubæjarskólir- tími 2:17,80 
3. Grundaskóli- tími 2:19,54

8.-10. Bekkur:

1. Holtaskóli - tími 1:52,75 
2. Laugarlækjaskóli- tími 1:52,84
3. Akurskóli- tími 1:55,91

Um leið og við óskum þessum liðum til hamingju með árangurinn þá þökkum við öllum kærlega fyrir skemmtilegt mót og frábæra þátttöku og hlökkum til að sjá ykkur og enn fleiri að ári.

Heildarúrslit mótsins má finna hér : 

Heildarúrslit Grunnskólamóts í sundi 2016.pdf

Til baka