Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir af Antoni

31.03.2016

Anton Sveinn McKee keppti á lokamóti Háskóla NCAA í Atlanta, Georgiu, USA um síðustu helgi.

Anton keppti í þremur greinum og einu boðsundi á mótinu.

Hann synti 500 yarda skriðsund á tímanum 4:18.93 hafnaði í 26 sæti af 58 keppendum. Í 100 yarda bringusundi synti hann á  tímanum  52.78 og lenti í 17 sæti, átta hundruðustu frá því að ná inn í B úrslit.  Í 200 yarda biringusundi synti hann á tímanum  1:51.87  og endaði í 4 sæti aðeins þremur hundruðustu frá þriðja sætinu.

Lið Antons frá Alabama endaði í 6 sæti í liðakeppninni sem er bæting frá því í fyrra en þá lenti liðið í 10 sæti. Anton Sveinn var sáttur við sína frammistöðu á mótinu, en mótið var mjög sterkt að þessu sinni,mörg mótsmet og landsmet sett á mótinu.

Anton kemur heim til að taka þátt í ÍM50 og síðan er það EM50 í London í maí.

 
Til baka