FINA dómaranámskeið var haldið um helgina í Laugardalnum
10.04.2016Um helgina var haldinn sérstakur FINA skóli fyrir starfandi sunddómara. Hingað til lands komu tveir alþjóðlegir dómarar á vegum FINA, Bill Hogan frá Canada og Jose Jesus frá Puerto Rico. Skólann sóttu 8 erlendir þátttakendur frá Kosovo, Svíþjóð, Finnlandi og Færeyjum. Frá Íslandi komu 27 starfandi dómarar úr fjölmörgum félögum.
Eitt af markmiðum skólans er að samræma dómgæslu í sundíþróttinni. Skólinn samanstóð af verklegri og bóklegri kennslu og voru allir þátttakendur ánægðir með þessa helgi. Kennararnir voru einnig yfir sig ánægðir með nemendur sína og höfðu orð á því að hér á landi væru mjög áhugasamir dómarar sem auk þess spyrðu krefjandi spurninga.
Bestu þakkir til allra sem að náminu stóðu, sérstaklega til Sigurðar Óla Guðmundssonar fyrir mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd. Þá vill SSÍ einnig þakka Klaus Juergen Ohk og sundmönnum hans úr SH fyrir að setja á svið sundmót og framkvæma á því fjölmargar ógildingar, allt samkvæmt beiðni kennara FINA.
Til bakaEitt af markmiðum skólans er að samræma dómgæslu í sundíþróttinni. Skólinn samanstóð af verklegri og bóklegri kennslu og voru allir þátttakendur ánægðir með þessa helgi. Kennararnir voru einnig yfir sig ánægðir með nemendur sína og höfðu orð á því að hér á landi væru mjög áhugasamir dómarar sem auk þess spyrðu krefjandi spurninga.
Bestu þakkir til allra sem að náminu stóðu, sérstaklega til Sigurðar Óla Guðmundssonar fyrir mikla aðstoð við undirbúning og framkvæmd. Þá vill SSÍ einnig þakka Klaus Juergen Ohk og sundmönnum hans úr SH fyrir að setja á svið sundmót og framkvæma á því fjölmargar ógildingar, allt samkvæmt beiðni kennara FINA.