Tvær af fremstu sundkonum landsins halda fyrirlestur.
14.04.2016
Næstkomandi þriðjudag 19.apríl verða tvær af fremstu sundkonum landsins Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir með erindi í E-sal í húsi ÍSÍ í laugardalnum kl 20.00
Þær Hrafnhildur og Ingibjörg eru að koma hingað til lands um helgina til að taka þátt í ÍM50 sem haldið verður aðra helgi. Þær hafa nú um árabil stundað æfingar og nám við skóla í Bandaríkjunum og hafa mikinn áhuga á að kynna fyrir okkur hér heima hvernig það er að æfa sund og stunda nám í Háskóla í Bandaríkjunum. Þær munu fara yfir æfingavenjur, matarræði,styrktaræfingar og svara spurningum frá þátttakendum
Erindið er opið öllum sundmönnum 13.ára og eldri, foreldrum, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á sundi.