Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM50 2016 - Þrír dagar til stefnu

19.04.2016

Næstu helgi, dagana 22-24. apríl, fer Íslandsmeistaramótið í 50m laug fram í Laugardalslauginni.

Fyrstu drög að keppendalista hafa verið gefin út en listann, tímaáætlun og aðrar upplýsingar eru að finna á ÍM50 síðunni okkar. Morgunhlutar hefjast með upphitun kl. 8:30 og keppni 10:00. Keppni í úrslitum hefst  svo kl. 17:30 á föstudag en hina dagana kl. 16:30.

Að þessu sinni keppa 11 félög með 141 keppanda innanborðs, 79 konur og 62 karlar. 

Aukasund, eða time trials, verða í tveimur greinum en þau verða synt strax eftir undanrásir laugardags. 

Formannafundur verður haldinn í Café Easy, í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum, strax eftir að úrslitahluta laugardags lýkur. 

Tæknifundur er settur kl. 8:45 í Pálsstofu á föstudaginn. 

ÍM50 2016 síðan - Nánari upplýsingar

Til baka