Fullt hús á erindi Hrafnhildar og Ingibjargar
20.04.2016Það var fullt út að dyrum á erindi Hrafnhildar Lúthersdóttur og Ingibjargar Kristínar í gærkvöldi í E-sal ÍSÍ.
Ingibjörg og Hrafnhildur fóru yfir hvernig það er að vera sundmaður og námsmaður í Bandaríkjunum.
Erindið tókst virkilega vel enda Hrafnhildur og Ingibjörg flottar fyrirmyndir fyrir unga og upprennandi sundmenn.
Sundmenn, foreldarar og þjálfarar mættu til að hlusta og voru margir það áhugsamir að stúlkurnar höfðu vart undan að svara spurningum.