Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytingar á viðmiðum vegna EMU 2016

23.04.2016

Vegna mistaka voru gefin út röng aldursviðmið fyrir karla/pilta á EMU.  Í samræmi við reglugerð LEN um EMU geta karlar/piltar sem eru á aldrinum 15 ára, 16 ára, 17 ára og 18 ára öðlast keppnisrétt á EMU.  Þetta eru árgangar karla/pilta sem eru fæddir árin 1998 - 2001. Áður hafði verið gefið út að árgangar karla/pilta fæddir árin 1997-1999 gætu áunnið sér keppnisrétt, en það er rangt.  Árgangur 1997 fellur út en þess í stað bætast við árgangar fæddir 2000 og 2001.  
Í kvenna/stúlknaflokki bætist við árgangur 2002, þannig að fæðingarárgangar kvenna/stúlkna 1999-2002 geta öðlast keppnisrétt á EMU.  Ástæða þessa eru mistök við uppsetningu á viðmiðum fyrir ári síðan og Sundsambandi Íslands þykir mjög leitt að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr.

Hér er reglugerð EMU.

Til baka