SH sigurvegarar IMOC 2016
Nú um helgina fór fram Opna Íslandsmótið í Garpasundi, IMOC. Sundfélag Hafnarfjarðar sá um framkvæmd mótsins að þessu sinni í Ásvallalaug og þakkar Sundsamband Íslands þeim fyrir faglega og góða vinnu.
166 keppendur voru skráðir frá 14 liðum, 107 karlar og 59 konur. Sá yngsti sem keppti var 21 árs og þeir elstu áttræðir. Þá fengum við 12 sundmenn úr Havnar Svimjifjelag frá Færeyjum.
Heimamenn í SH sigruðu stigakeppni liða 20. árið í röð sem verður að teljast ótrúlegur árangur.
Fjöldi meta var settur á mótinu um helgina en skrifstofan fer nú yfir úrslitin og metin kynnt í vikunni.
Heildarstigastaða mótsins:
1. SH SH 2.217,00
2. Breiðablik BREI 1.767,00
3. Ægir ÆGIR 326,00
4. Havnar HS 308,00
5. UMFS UMFS 224,00
6. Tindastóll UMFT 165,00
7. Stýrmir STYRMIR 141,00
8. ÍA ÍA 139,00
9. Stjarnan STJAR 135,00
10. UMSB UMSB 54,00
11, Gestur GEST 54,00
12. 3N 3N 45,00
13. ÍRB ÍRB 25,00
14. Ármann ÁRMANN 9,00
Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá alla að ári.