Tveir íslenskir dómarar á EM garpa í London
25.05.2016Tveir íslenskir dómarar dæma á Evrópumeistaramóti garpa sem fram fer í London í kjölfar á Evrópumeistaramótinu í sundíþróttum. Þetta eru þeir Sigurður Óli Guðmundsson sem er einn af fjórum yfirdómurum mótsins og Gunnar Eiríksson. Á myndunum má sjá þá að störfum í keppnislaug 2 á mótinu.