Finni og Ragna á EM garpa
26.05.2016Finni Aðalheiðarson og Ragna María Ragnarsdóttir hafa nú dýft sér í laugina hér í London. Þau syntu bæði 50 metra bringusund. Finni setti nýtt garpamet í greininni í aldursflokknum 45-49 ára á tímanum 0:35,46. Gamla metið var frá 2014 0:35,70. Ragna synti á tímanum 1:10,33 í aldursflokkinum 65-69 ára sem er eitthvað frá hennar eigin meti sem er 1:06,89.
Til baka