Þórunn Kristín gerði vel í 200 metra skriðsundi
26.05.2016Þórunn Kristín Guðmundsdóttir gerði vel í 200 metra skriðsundi og synti á tímanum 2:56,94 sem er nýtt islenskt garpamet í hennar aldursflokki 45-49 ára. Gamla metið átti Hrund Baldursdóttir frá Selfossi 3:04,76 sem sett var árið 2013. Myndirnar sýna Þórunni fyrir sundið í lok sundsins og þegar hún uppgötvaði að hún hefði náð metinu.