Kári með nýtt íslenskt garpamet í 400 skriði
27.05.2016Kári Geirlaugsson úr ÍA setti nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi hér á EM garpa í London. Hann syndir í aldursflokki 65-69 ára og synti greinina á 6:18,63 sem er mikil bæting á fyrra meti, en það var samkvæmt metaskrá SSÍ 9:50,63. Kári var nokkuð ánægður með sig eftir sundið og sagði það hafa tekist betur en hann þorði að vona.