Kári setur met í 100 skriði
28.05.2016Kári Geirlaugsson úr ÍA setti áðan nýtt garpamet í 100 metra skriðsundi í aldursflokknum 65-69 ára þegar hann synti á tímanum 1:15,00 sem er veruleg bæting á fyrra meti sem var 1:28,26 og Ingimundur Ingimundarson átti. Kári synti fallegt sund með þéttum tökum og hélt vel út allt sundið. Fínn árangur hjá Kára hér á EM garpa í London.
Til baka