Mumma Lóa setti nýtt garpamet í 100 skriði
28.05.2016Það er skammt stórra högga á milli. Guðmunda Ólöf Jónasdóttir úr UMSB sem er betur þekkt sem Mumma Lóa, gerði sér lítið fyrir og sló garpametið sem Ragna hafði sett í riðlinum á undan. Metið sem Ragna átti var 2:00,60 en Mumma Lóa synti greinina á 1:35,90 í aldursflokknum 65-69 ára. Frábær árangur og gaman að fylgjast með Íslendingunum hér á Evrópumóti garpa í London.