Ragna bætir sig í 100 skriði og setur garpamet
28.05.2016Ragna María Ragnarsdóttir úr Ægi var að ljúka 100 metra skriðsundi í aldursflokknum 65-69 ára og bætti tímann sinn um rúmar 2 sekúndur þegar hún synti á 2:00,60. Um leið setti hún nýtt íslenskt garpamet en gamla metið hennar var 2:02,61 og var sett árið 2013. Á hinni myndinni eru þær Ragna og Mumma Lóa í upphitun fyrir sundið. Já sumt breytist ekki með aldrinum.