Þórunn Kristín á nýju garpameti
28.05.2016Þórunn Kristín Guðmundsdóttir úr Ægi gaf sjálfri sér góða afmælisgjöf í dag þegar hún synti 400 metra skriðsund á 6:10,59 hér á EM garpa. Þetta er nýtt garpamet í hennar aldursflokki sem er 45-49 ára og mikil bæting á gamla metinu sem var samkvæmt metaskrá SSÍ 6:40,29 og Þórdís Pálsdóttir átti. Þórunn Kristín synti jafnt sund og ákveðið allan tímann, en hún varð 47 ára í dag. Til hamingju með daginn Þórunn Kristín. Myndirnar sýna Þórunni eftir sundið, fyrir sundið og við biðröðina inn í sundlaugina.