Hildur Karen kom sjálfri sér á óvart
29.05.2016"Þetta var ekkert mál, afhverju fór ég ekki hundrað?" sagði Hildur Karen Aðalsteinsdóttir úr ÍA þegar hún lauk 50 metra skriðsundi á nýju garpameti í aldursflokknum 45-49 ára. Nýja metið hennar er 34,30 sekúndur en gamla metið átti Kristín Guðmundsdóttir 36,22 sekúndur. Hildur Karen kom sjálfri sér örlítið á óvart með árangrinum, hafði gert sér vonir um bætingu á eigin tíma sem kom svo sannarlega fram. Þá á aðeins einn Íslendingur eftir að synda á mótinu, en það er Karen Malmquist sem syndir 100 metra baksund síðar í dag. Á myndunum má sjá Hildi Karen fyrir og eftir 50 metra skriðsundið.