Karen kom sá og setti garpamet
29.05.2016Karen Malmquist úr Óðni á Akureyri synti í dag 100 metra baksund á tímanum 1:54,30. Þessi tími er garpamet í hennar aldursflokki, 55-59, því samkvæmt metaskrá SSÍ hefur ekkert garpamet í þessum aldursflokki verið skráð í þessari grein í 50 metra laug. Flott hjá Karen sem endar hér þátttöku Íslendinga í garpakeppninni í London.