Mumma Lóa bætti um betur í 50 skriði
29.05.2016Mumma Lóa úr UMSB bætti um betur í næsta riðli á eftir Rögnu og stórbætti garpametið í þeirra aldursflokki, 65-69 ára. Mumma Lóa synti á tímanum 44,24 sekúndur, en metið sem Ragna setti örfáum mínútum áður var 54,77 sekúndur. Frábært sund hjá Mummu Lóu og frábært hvernig þær Ragna vinna saman hér á mótinu. Nú bíðum við eftir að Hildur Karen úr ÍA, dóttir Mummu Lóu, syndi 50 metra skriðsund og svo mun Karen Malmquist úr Óðni synda 100 metra baksund hér síðar í dag. Þórunn Kristín sem er dóttir Rögnu, Rémi, Kári og Finni hafa lokið keppni á EM garpa í London. Myndin sýnir Mummu Lóu í skýjunum eftir sundið áðan.
Til baka