Ragna setti garpamet í 50 skriði
29.05.2016Enn halda garpametin áfram að falla hér í London. Ragna María Ragnarsdóttir úr Ægi var rétt í þessu að bæta eigið met um rúma sekúndu í 50 metra skriðsundi í aldursflokknum 65-69 ára. Nýja metið er 54,77 sekúndur en það gamla frá 2013 var 55,83. Flott hjá Rögnu sem er hér á mynd strax eftir sundið ánægð með sig.
Til baka