Beint á efnisyfirlit síðunnar

2 vikur í AMÍ á Akranesi

10.06.2016

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi verður sett á Akranesi eftir 2 vikur.

Formaður og mótastjóri SSÍ tóku stöðufund með framkvæmdaraðilium mótsins, Sundfélagi Akraness, í gærkvöldi og er ljóst að allt er á réttri leið til þess að halda glæsilegt AMÍ á Akranesi.

Skráningafrestur er mánudaginn 13. júní og verður í næstu viku ljóst hversu margir sundmenn synda þetta árið. 

Miklar breytingar hafa verið gerðar á reglugerð AMÍ frá því í fyrra sem leggur vonandi grunn að enn betra og skemmtilegra móti. 

Til baka