Sunneva Dögg og Eydís Ósk á Evrópumeistaramót unglinga sem hefst á morgun.
05.07.2016
Evrópumeistaramót unglinga hefst á morgun 6.júlí í borginni Hódmezövasásrhely í Ungverjalandi.
Tvær sundkonur úr ÍRB þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdótti náðu lágmörkum á mótið og með þeim í för er Þuríður Einarsdóttir þjálfari og Bjarney Guðbjörnsdóttir liðstjóri.
Þær keppa sem hér segir :
Miðvikudagur:
Sunneva 100m skriðsund
Eydís Ósk 800m skirðsund
Fimmtudagur :
Sunneva 400m skriðsund
Eydís Ósk 400m skriðsund
Föstudagur:
Sunneva 200m skriðsund.
Nánari upplýsingar og úrslit má finna hér : http://www.ejsc2016.hu/ENG/eredmenyek-11