Ásdís Eva synti 200m bringusund á NÆM
09.07.2016Ásdís Eva Ómarsdóttir synti rétt í þessu 200m bringusund á NÆM í Tampere og er morgunhlutanum þá lokið hjá Íslendingunum. Ásdís synti á 2:43,83 og endaði í 8. sæti. Tíminn er bæting upp á um 2 sekúndur sléttar í 50m lauginni.
Til baka