Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjórir keppa á NÆM um helgina

09.07.2016

Norðurlandameistaramót Æskunnar (Nordic Age-Group Championships) fer fram núna um helgina, dagana 9-10. júlí í Tampere í Finnlandi.

Fjórir íslenskir keppendur eru skráðir til leiks en það eru þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH, Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, Brynjólfur Óli Karlsson úr Breiðabliki og Ásdís Eva Ómarsdóttir úr Bergensvømmerne. Þjálfari í ferðinni er Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og fararstjóri er Emil Örn Harðarson, starfsmaður SSÍ. 

Jóhanna keppir í 50m skriðsundi og 100m skriðsundi, Stefanía keppir í 200m fjórsundi, Brynjólfur keppir í 100m baksundi og 200m baksundi og Ásdís keppir í 100m bringusundi og 200m bringusundi. 

Mótið er í 50m laug og í 3 hlutum. Keppni hófst nú kl. 10 (7 að íslenskum tíma) en það eru þær Jóhanna og Ásdís sem keppa í fyrsta hlutanum í 100m skriðsundi og 200m bringusundi. 

Allar upplýsingar um mótið er að finna hér: 

http://www.livetiming.fi/superlive.php?cid=2844 <---- Bein útsending

http://www.livetiming.fi/results.php?cid=2844 <----- Úrslit

http://www.livetiming.fi/file_archive.php?cid=2844 <---- Tímaáætlun

 

Myndir með frétt

Til baka