Jóhanna Elín lauk keppni á NÆM með flottu sundi
09.07.2016Jóhanna Elín Guðmundsdóttir úr SH var að koma í bakkann í 50m skriðsundi á NÆM í Tampere. Hún sigraði sinn riðilinn með tæplega sekúndu bætingu - fór á 27,22 en var skráð inn á 28,17. Jóhanna endaði í 6. sæti af 25 keppendum.
Til baka