Ásdís Eva setti telpnamet í 100m bringusundi
10.07.2016
Til bakaÁsdís Eva Ómarsdóttir úr Bergensvømmerne setti nú rétt í þessu telpnamet í 100m bringusundi þegar hún synti á 1:15,33 og bætti þar með tveggja ára gamalt met Karenar Mistar Arngeirsdóttur sem var 1:15,66. Gamli tími Ásdísar var 1:15,67 svo þetta er persónuleg bæting um 34/100 úr sekúndu. Tíminn skilaði henni í 7. sæti í greininni.
Til hamingju Ásdís Eva!