Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stefanía bætti sig í 200m fjórsundi á NÆM - Íslendingar lokið keppni

10.07.2016

Stefanía Sigurþórsdóttir stóð sig vel í 200m fjórsundi sem var eina sundið hennar hér á Norðurlandameistaramóti Æskunnar í Tampere í Finnlandi. Hún fór á 2:28,43 sem er bæting uppá 1,27 sekúndur frá gamla tímanum hennar 2:29,73. Sundið skilaði Stefaníu í 5. sæti en hún var skráð inn með 10. besta tímann. 

Íslendingar hafa þá lokið keppni á NÆM 2016 og ganga flest sátt frá borði. Nú tekur við hádegisverður í lauginni í Tampere og því næst tökum við lest til Helsinki og flug heim í kvöld, með millilendingu í Stokkhólmi. Áætluð heimkoma er um 23:30 í Keflavík. 

Til baka