Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélagið Ægir óskar eftir þjálfara.

14.07.2016

Ert þú sundþjálfari? Vilt þú starfa hjá Sundfélaginu Ægi?

 

Við leitum að öflugum sundþjálfara í okkar frábæra þjálfarahóp til að þjálfa yngri sundmenn félagsins á næsta sundtímabili 2016/2017. Hóparnir æfa í sundlaug Breiðholts, Sundhöll Reykjavíkur og í Laugardalslaug.

Starfssvið:

  • Þjálfun yngri hópa félagsins: Bleikjur, Laxar og Höfrungar undir handleiðslu yfirþjálfa
  • Halda utan um iðkendaskrá sundmanna og mætingar
  • Hafa frumkvæði að þátttöku í mótum í samvinnu við yfirþjálfara
  • Vera helsti tengiliður foreldra sundmanna
  • Starfa með öflugum þjálfarahópi Ægis að framtíðarsýn og eflingu sundíþóttarinnar

Hæfni:

  • Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun
  • Íþróttafræðimenntun er kostur
  • Sérhæfing í sundþjálfun er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Viðkomandi þarf að geta unnið í einstöku samstarfi við börn og verið þeim ávallt góð fyrirmynd

Hjá Sundfélagin Ægi starfa 10 þjálfarar, yfirþjálfari er Jacky Pellerin. Hann hefur mikla alhliða reynslu sem sund- og yfirþjálfari. Jacky er einnig þjálfari landsliðsins í sundi. Sundfélagið Ægir hefur reglulega átt fulltrúa á Ólympíuleikum og fjöldan allan af sundmönnum í landsliði SSÍ bæði í fullorðins- og unglingaflokkum.

Sundfélagið Ægir stundar metnaðarfullt starf fyrir alla sundmenn félagsins. Unnið er með uppbyggjandiskipulag sem hefst í Gullfiskahópum með stigvaxandi kröfum upp í Gullhóp. Ægir er keppnisfélag sem stefnir markvisst að afrekum í sundíþróttum. Skýr ásetningur, einbeiting og þrautseigja, er sú afstaða sem Ægir væntir af hverjum og einum sundmanni sem geta leitt af sér meistara í sundíþróttum og lífsleikni.

Umsóknarfrestur er til 7. ágúst næstkomandi, nánari upplýsingar veitir Lilja Ósk Björnsdóttir áaegir@aegir.is.

Til baka