Opna Íslandsmótið í Víðavatnssundi í kvöld
20.07.2016
Opna Íslandsmótið í Víðavatnssundi er haldið í Nauthólsvíkinni í dag. Framkvæmdaraðili mótsins er Hið Íslenska Kaldavatnsfélag.
Keppt er í eftirfarandi vegalengdum í karla og kvennaflokkum:
1 km, 3 km og 5 km.
Aldursflokkar eru 16-25, 26-39, 40-49 og 50 ára og eldri.
Þá er öllum flokkum skipt upp eftir því hvort synt er í galla eða ekki.
Mótið hefst kl. 17:00 þegar sundmenn í 5 km flokknum stinga sér.
Enn er hægt að skrá sig á staðnum en lokað verður fyrir skráningu 16:40.